Monday, July 30, 2007

Ouch my back

Ooookeeeiiii. Whats crackalackin people? Ég er DAUÐ í líkamanum! Byrjaði á einkatíma hjá Brian Green og hann er eins og fyrri daginn ekkert að plata mann þegar hann segist ætla að þræla manni út - ég elska það. Fór síðan í fyrsta tímann í workshoppinu hans í Peridance, en þar ætlar hann að einbeita sér að því að hjálpa okkur að verða betri freestylerar. Það er það sem er að hverfa svo mikið í dag þar sem flestir dansarar læra bara að dansa í dansstúdíóum og fara aldrei á klúbba til að dansa / læra. Öll hans kynslóð lærði á klúbbunum, mín kynslóð er hrikalega takmörkuð vegna þess að við erum ekki að halda því elementi uppi. Þetta eru kallað stúdíódansarar, ég veit að ég er ekki ein af þeim cuz Im slow as HELL catching up with someone else's choreography hahaha. En seriously samt, þá er ég mjög stolt af því hvernig ég hef þróað sjálfa mig sem dansara, af því að ég er í hiphop dansi - ég á ekki að lýta út eins og einhver annar. Og enginn á að dansa eins og ég. Það sem við getum gert er að læra af hvert öðru og bæta okkar persónuleika inn í og gera túlkunina að OKKAR túlkun. Thats how its always been done og BARA þannig mun stíllin halda áfram að vera þetta gríðarlega afl í dansmenningu heimsins - gefandi fólki gæsahúð, koma því á óvart, inspire them og most of all koma þeim til að dansa líka.

Thats my joint, það er hiphop dans. Ekki eitthvað sem þú lærir í dansstúdíóum, en ef þú ferð í tíma þá á kennarinn að vita söguna, kunna dansana - gömlu og nýju og geta ýtt við þér á því leveli að ÞÚ verðir betri dansari - ekki að þú verðir betri í því að herma eftir kennaranum næst þegar hann/hún kennir þér dansrútínu. AMEN.

En eftir workshoppið fór ég í tíma til Tyrone Proctor, original soul train dansarans, og hann er ótrúlegur. Hann á svo svakalega fortíð maðurinn, hefur gert svo rosalega margt. Stretch var einmitt að segja mér að Moncell á upptöku af Tyrone og Don Campbell talandi um ALLA söguna bakvið Soul Train dagana - hvernig whacking dansararnir og locking dansararnir höfðu samskipti, hvernig þeir höfðu áhrif á hvern annann, því þetta var mikið issue í þá daga á milli straight gaurana (lockers) og gay gaurana (whackers) og ein frægustu böttl allra tíma voru á milli þessara hópa. Svo fóru þeir að "pönka" hvern annan með því að stela múvum úr hinum stílnum með þetta "I can do that too, even better than you" attitude. Þannig að þetta varð rrrrrrrosalega skrautlegt. Stretch ætlar að reyna að redda mér upptökunni, það væri siiiiick. En inn í tíma hjá Tyrone áðan valt einn dansari úr The House of Ninja krúinu, en það eru geimverur á jörðu. Muniði eftir Willi Ninja sem ég sagði ykkur frá? Hann dó í fyrra/hittífyrra úr aids eins og flestir af old school whack/vogue dönsurunum sem er rosalega sorglegt en þessir stílar koma auðvitað frá the gay community og í þá daga var vitundin um eiðni svo lítil að flestir af þeim smituðust. En House of Ninja heldur uppi hans legacíu með því að éta upp sýningar reglulega og vera bara mest fierce dansarar í heimi. Treystu mér, þú munt þekkja ninja dansara úr mílna fjarlægð. Ég hendi þessum orðum "í heimi" ekkert randomly í kringum mig, sko! En Oz, sem kom inn áðan, sýndi okkur alls konar og kenndi okkur the Dip sem er INFAMOUS spor í vogue/whacking (úff held að vogue hafi komið með það spor) þar sem þú á þremur countum (eða færri) lendir ON YO BUTT á gólfinu í tignarlegustu pósu í heimi hehe, og sumir eru það fierce að þegar þeir battla þá strunsa þeir hratt að andstæðingnum, hoppa beint uppí loft og snúa sér í hringi í loftinu, lenda svo BEINT í pósunni... OG HORFA BEINT Í AUGUN Á ANDSTÆÐINGNUM, allt skeður þetta á sekúndubroti!! Þetta er engin venjuleg pósa heldur, það verður einhver að kenna þér hana. Arch your back, axlir úr lið helst, fótur skakkur, hinn uppí loft og bara blablablabla. Þannig að ég er voða happy í dag hehehe. EN ég ætla ekki að reyna að hoppa uppí loft og lenda í pósunni, no worries.


Allavega, ég ætla að éta karmellu poppið mitt, ég held ég sé að deyja í höndunum eftir allt þetta andskotans whacking. hahaha. Im in love with it though!

Friday, July 27, 2007

Myndir

http://www.flickr.com/photos/9315560@N02/

Í dag ætlaði ég í fyrsta house tímann minn til Stretch en sofnaði í lestinni... og endaði í Queens! Svona skeður bara fyrir mig, takk fyrir takk takk.

Thursday, July 26, 2007

Sentilmenn i subway.

Ég hef ekki rekist á marga. Hvar hanga þeir?

Sá nýjasti og definetly ferskasti var á Penn station áðan, hann sat á einum af tvem bekkjunum og var í hreinum og vel pressuðum jakkafötum með skjalatösku í hönd. Hann gretti sig sífellt eins og hann væri að reyna að láta sem mest heyrast í tyggjóinu sínu og leit á mann stöku sinnum til að athuga hvort maður heyrði ekki örugglega. Það voru þvílík læti og ískur. En ekki lét hann það nægja... eftir nokkrar mínótur af heimsmetssmjatti þá lifti séntilmaðurinn upp hægri rasskinn og lét vaða.

ppppppppprrrrrrrrrrrrrruuuuuuuummmmmmmmppppppp.


En við vorum á For the funk of it djamminu hans Wiggles, allt partur af Rock Steady crew afmælisvikunni. Ég ætla núna að gefa mína heiðarlegu skoðun á einum merkilegum hlut. hehe. Ég held í alvörunni að Stretch sé besti dansari í heimi. Eftir að hann kveikti í hringnum þá hefðu allir átt bara að pakka saman og fara heim, þetta var bara one of those moments þegar þú veist að þú munt ekki sjá né gera neitt flottara EVER. Ég er eiginlega hætt að ná þessum gaur.

Á undan því voru workshop í boogaloo, lockin og poppin með Suga Pop og Wiggles... nema Wiggles mætti ekki. Það var fúlt, jamm. En Pop var frábær, hann var allt sem ég hélt að hann myndi vera og miklu meira. Algjört æði þessi gaur, gaf manni mikla innsýn og var alveg hrikalega fyndinn allann tímann. Í gær var ég hjá Tweetie og Brian Green á undan því, og Luam þar á undan. Ég man ekki mikið meir. hehe. Nenni heldur ekkert að tala um dans núna.

Sorry mang. Eða ég held að flestir sem lesa þetta séu bara frekar fegnir hah.

Ég er að kaupa mér svo mikið af dóti, djöfull er ég að elska það. Ég á madd marga funky skó í dag. Boli og jakka... OUT THA ASS. Fyrir þá sem ekki vita þýðir "out tha ass" "rosa mikið" eða "endalaust" eða eitthvað eftir þeim götum. He got skills out tha ass! Slangur sem ég hef alltaf elskað, því það er svo straight to the point og með einlæga merkingu. Öll erum við nú með rass.

Haha.


Jájá, new york er illin. Ég sá reyndar mest skanky gaur í heimi í dag. Ég bara læt þar við sitja, veit eiginlega ekki af hverju ég ætlaði út í það. What was I thinkin.

Oh! Haha, gaurinn í *"%$! búðinni (GOT CHA SUCKAS!!! hahaha) er farinn að þekkja okkur Stjána. Hann er einn mest notorious sneaker head í heimi, kom í Oprah fyrir það að vera bara obsessed í rauninni. His wife made him go. Úff það hlýtur að hafa stungið. En jafnvel ég viðurkenni fúslega að hann á við vandamál að stríða... alveg semi heilbrigt vandamál, but still he got ISSUES. Mér líkar vel við hann, semi þykkur og brosmildur gaur, spilar brasilíska booty tónlist... what more could you ask for?

Fór í MoMa safnið um daginn ein að túristast, nú er ég farin að þurfa að eyða sumum dögum ein. Hehe, Stjáni er up to his ears í lærdómi - klárar 2. ágúst, næsta miðvikudag og er alltaf með hnakkann útúr bók. Og svo eru Stretch, Tweetie, Brian Green ofl. að kenna þessa vikuna í Philly. Þau koma alltaf hingað til að kenna tímana sína á kvöldin en eru auðvitað allt of upptekin fyrir einkatíma. Þannig að ég hef alltaf daginn fríann. Mjög nice. Ég er einmitt að reyna að átta mig á hvað ég ætti að gera á morgun... það er eitthvað bboy battl. Aw man, those things just wear me out though. Ekki segja neinum... ég er samt alveg... aaaaaaaaaaaalllveg að meina þetta.

Aiight, farin að jappla á Ferrero Rocher súkkulaði... besta nammi í heimi og lesa slúðurblöð... ég er orðinn kani. Swing bada bada bada SWWIIIINNG. Hver man eftir því lagi? ÉG!!

Tuesday, July 24, 2007

Rock Steady Crew

Á laugardaginn tók ég mér FRÍ frá dansinum.... bara þess vegna var dagurinn þegar orðinn sérstakur hehe. Damn hvað ég verð eiginlega þreytt á studio tímum, choreografíu tímum. I just wanna dance. Ekkert sérstaklega mikið undir stjórn einhvers annars... vil bara fá góða tónlist og geta dansað. Ég held ég sé að fatta það solldið núna, auðvitað fíla ég marga tímana hérna en choreografíutímarnir... WHEW! Not my thing. Svona til lengdar, auðvitað madd gaman að droppa inn. En ég fíla best einkatímana, sérstaklega með Stretch, þar læri ég svo endalaust mikið - og allt er taklað: góður félagskapur, húmor, sögur, SAGAN, dans, kennsla, tækni... já ég held að hann komi bara heim með mér í töskunni hehehe.

En allavega í gær hófst Rock Steady Crew afmælisvikan, en crewið er 30 ára nú í ár. Það er frábært að finna hvað allir eru samstíga í því að halda uppi the true school dances, fór á Kings of NY á laugardaginn sem er árlegt battle djamm - þar battla break crew og poppin crew. Það var mjög skemmtilegt, ég varð samt frekar þreytt á breikinu hehehe. Stretch var þarna og ég hitti loksins hann Moncell vin minn frá myspace, eða Ill Kosby eins og hann er kallaður. Þeir voru bara bored to death yfir breakinu... það fannst mér yndislega fyndið. Tveir hákarlar í dansheiminum. En þeir tveir eru að vinna saman að besta dvd'i sem hiphop danssenan hefur nokkurn tíman smakkað. Anyhoot, poppin böttlin voru ill og ég fékk margar nýjar hugmyndir um það hvert maður getur farið með dansinn. Klikkað gaman að sjá svona grasrótina í dansi hérna í new york í dag, ég er strax orðin aðdáandi eins stráks sem kallar sig Zip Lock - hann rúllaði upp Boogie Nation djamminu hérna um daginn, og gerði ekkert minna á laugardaginn. Gaurinn er SICK. Æj var ég ekki farin að tala um Rock Steady Crew... right. Fórum í adidas originals búðina hérna á Wooster í "Meet and greet" sem átti að kicka af stað vikunni og þar voru fullt af meðlimum í RSC sem ég þekki ekki nógu vel, en ég náði mynd af mér með Suga Pop... hehehe... og ég var STAR STRUCK. Ég gekk að honum og spurði hann um workshoppið hans sem er á fimmtudaginn, og hann sagði "ha?" og þá fannst mér eins og ég gat ekki andað inn til að spyrja hann í annað sinn! hahahaha. Ég hef ekki fundið fyrir þessu áður, en hey svona er þetta bara þegar maður hittir idolin sín I guess.


Að allt öðru þá eru búin að vera rosa læti í íbúðinni við hliðina á okkur síðan við fluttum inn, af því að gaurarnir sem bjuggu þar voru að flytja út og voru held ég bara að rífa alla íbúðina í sundur. Thats what it sounded like anyway. En svo loksins drulluðu þeir sér út með allann sinn hávaða... þá flytur inn örugglega leiðinlegasti maður jarðríkis!!! Ef maðurinn er ekki að rífast í símanum þá er hann að öskra á konuna sína, ég hef heyrt hann röfla um eitthvað við einhvern og svo fara að SYNGJA upp úr þurru! Fyrir utan það að þegar hann talar eðlilega er tóninn eins og hann sé ósáttur og hávær - hann er ss alltaf með stein í rassinum!! Maðurinn er að gera mig geðveika, á hverjum morgni kl. 8 er hann byrjaður að öskra á einhvern, hann vælir og vælir allann daginn. Og hann er greinilega frá einhverju múslima ríki, það hlýtur bara að vera, hann er svo hot tempered og hreimurinn er þannig. Fyrir utan þennan öskurapa þá er einhver byrjaður að endurinnrétta íbúðina sína hérna að ofan og hann byrjaði kl 9 á SUNNUDAGINN!! OG fékk sér klossa með stáltá fyrir tilefnið greinilega... even I can hear that. Fffffffoooookkkkk er þetta blokkarlíf? Ég er búin að ákveða að ég ætla að sleppa þessu millibilsástandi sem flestir taka eftir skóla og flytja í blokk, ég ætla að vinna lottó, ræna banka, gera það sem ég þarf að gera til að þurfa ekki að lifa í blokk! Ég verð bara mannhatari!


En ég er samt mjög chilluð, sérstaklega af því að ég ætla að kaupa mér skó í dag. Gotta love it.

Sorrý bloggleysið, ég er bara orðin svo þreytt held ég, danstímarnir eru að ræna allri orku frá mér. Ég er örlítið farin að slaka á... en ég er að fara á workshop til Brian Green í næstu viku og þangað til verð ég í einkatímum og öðru workshoppi og nokkrum opnum tímum. BLAH!

Thursday, July 19, 2007

Myndir!

Wednesday, July 18, 2007

Brian Green

Er ekkert grín! búm búm tisj!

Shiiiiiiiitttt hvað hann var ekki að djóka með þegar hann sagði mér að koma tilbúna að dansa... ooohhh weeee. Hann er yndislega opinn karakter líka, hann er svona kubbalegur gaur þegar maður sér hann í persónu. Cee-lo týpa. En hann er eitt stórt púlsandi hjarta, við áttum rosa gott spjall eftir tímann og það var alveg jafn merkilegt og tíminn sjálfur. Hann hafði mikil áhrif á mig og ég hlakka til að hitta hann aftur, fer í tíma til hans á föstudaginn og svo einkatíma næsta þriðjudag, líklegast miðvikudaginn líka.

Ég er svo mikið að hugsa um þetta lið sem ég er að hitta, mér finnst svo merkilegt að fá að eyða svona tíma með þeim. Einkatímar eru the shiiiznit. hehehe. Maður fær auðvitað svo miklu meira, þarna eru þau að segja mér söguna, sýna mér hvernig ég get enn betur nýtt tæknina bakvið hin og þessi spor. Kenna mér betri æfingar til að gera hitt og þetta betur. Its just soooooo nice. Hitti Stretch í 2 klukkutíma áðan og eins og alltaf þá hreinsaði hann bara til í hausnum á mér, hann er eins og viðgerðarkall - kemur bara og lagar allt og segir mér svo mikið. Ég er alltaf að fá hann til að segja sögur, hefur madd skemmtilegan frásagnarstíl. Þegar hann byrjar að blaðra, þá sestu bara niður og þegir. Period. Ég náði myndum af okkur í subwayinu áðan, ég er alltaf eins og tómatur... yea yea... i know. En hey! Stretch er við hliðina á mér! Makes it aaaaall better. hehehe.

Var svo í tíma hjá Tweetie rétt áðan, hún er svo mikið æði. Hún bauð Stjána að koma frítt til sín í tíma! heheheh af því henni fannst það ekkert ganga að hann væri ekki að dansa. Ég ætla að sjá til þess að hann fari í tíma. Hoho. EN TWEETIE ER ÆÐI. Ég veit ekki hvað mikið meira ég á að segja :) yndi yndi yndi.

Fólk er svo fyndið hérna, það er svo mmmmmmikið af öllum tegundum að það eru auðvitað MIKLU fleiri klikkaðir einstaklingar. Ég er ekki með neina fordóma, þið sem þekkið mig vitið að ég djóka með allt, hehe, en DAMN ég var að labba heim frá Union Square eftir Stretch tímann (fór þar út því það er ísbúð á 10. stræti, milli 3. og 4. breiðgötu) og allt í einu heyri ég einhvern segja eitthvað við mig... ég lýt við og sé konu sem gengur alveg við hliðina á mér. Ég á nú reyndar að vera farin að vita betur en að lýta við þegar ég heyri eitthvað sagt við mig í þessari borg. Shit like that aaaaaalways gets you into trouble. En! Ég leit beint á hana ALVEG ÓVART og hún heldur áfram að tala og segir "Ok, so you go to China, have sex, come back here and have a baby. Is that what the world is coming to?" og svo hristir hún hausinn og horfir á mig agndofa... fyndna var að hún leit fullkomlega eðlilega út! Hehe. Ég náði ekki að sleppa frá henni strax heldur tók við svona 2 mínútna óþægilegheit þar sem ég var að reyna að komast yfir götuna frá henni þar sem hún ramblaði áfram "Just go to china and have a baby! This is how the world is today!" og blablabla. Aahhaha. Svo mætti ég einni í gær sem sagði út á tóma götuna "Listen, this is a REALLY interesting story! So..."

Þetta er kostulegt!!

Svo er svo fyndið, það er eins og fólk sé svo vant því að deila hverjum fermetra með einhverjum öðrum að það rífst út á götu, slæst, segir allskonar persónulega hluti og hagar sér frekar illa. Eða svona... sem áhorfandi fær maður gæsahúð fyrir hönd viðkomandi aðila af því að hann/hún er bara airing his/her dirty laundry. Á Íslandi eru allir svo prívat, úff, og ég líka, maður sér það ekki á fólki ef eitthvað er að. Hérna er fólk pirrað, reitt, sorgmætt, grátandi etc. úti á götu! Það er solldið merkilegt fyrir skel-elskandi manneskju eins og mig. Fyrst fannst mér það óþægilegt en svo núna skoðar maður bara, hlustar ef það er áhugavert. hehe. og forðar sér ef það virðist vera eldfimt. hehe.

Mér finnst þetta allt frábært, svo er ég alltaf að sjá pulsuhunda. Málið með þá er auðvitað hvað þeir eru miklar pulsur, með stuttar lappir og sumir eru orðnir gamlir eða feitir (það er hilarious!) og þá fara þeir svo hægt. Það er fáránlega hlægilegt, skakklappast áfram einhvernvegin þannig að maður veltir því fyrir sér af hverju eigandinn tekur þá ekki bara upp til að save them the trouble. Þeir virðast ekki vera byggðir fyrir mikið labb. Ég má passa mig að skella ekki uppúr þegar ég sé þá, finnst þeir svo hrikalega sætir.

Við erum að fara á DMX tónleika á laugardaginn... EEUUUWWW það verður skrítið! Maður er frekar hræddur, því þetta er á BB King's Club á times square and that sucka is smaaaalll. DMX er vís til alls, sorrý en ég vil helst hafa hann bara í búri eða einhvernveginn girtann af ef ég á að vera róleg yfir því að sjá hann live! hehehe. You gotta love him though, hann er DMX. Jájájá. Nóg um hann.

Ég er farin á Sin Sin...
OOH WEE!

Tuesday, July 17, 2007

Archie Burnett

Whooooooo.

Maðurinn er eins og tígrísdýr hann er svo tignarlegur, hann er einna mest notorious í waacking og vogueing senunni um þessar mundir. Síðan Willie Ninja dó þá hefur Archie í raun haldið uppi þessari ninja legacíu en ninja krúið er eitt sjúkasta danskrú seinni tíma - allir vogue og waacking dansarar sem sköpuðu algjörlega sinn stíl. Það er nú talað um "Ninja style" í vogueing. Archie er 48 ára gamall... yup you heard me, and he's still workin' it. Það sem hefur transleitast mikið yfir í okkar dansmenningu í dag er þetta term "WORK" sem er sagt eins og "WERK" - kemur algjörlega frá Vogue stílnum, en hann byggist að hluta til á PÓSUM. Þá hittarðu alltaf snerilinn í laginu og PÓSAR, og það sem þessir gaurar gera er að breyta því að pósa yfir í að vera eitthvað súpernáttúrulega listrænt og FIERCE. Alltaf þegar þeir pósa hrópa allir í crowdinu "WERK!". Þegar maður eins og Archie vogue'ar þá eru all eyes on him. Its ridiculous!!!! En hann kenndi okkur meðal annars að GANGA, það er visst göngulag og STRUT sem fylgir Vogue stílnum (þið getið fengið glimpse af því með að horfa á Naomi strutta catwalkið) en þetta er með beinum áhrifum frá CATWALKI. Þú twistar mjöðmunum, hendur vinna með, stundum flipparðu örlítið upp fætinum áður en þú lendir - all sorts of tricks. All I can say is, Archie Burnett á eftir að hafa áhrif á það hvernig ég hreyfi mig það sem eftir er ævinnar.

Og svo þið haldið ekki að ég sé turning into a ballerina, þá er það HUGE í hiphoppi um þessar mundir að vera waacking og vogue dansari, það eru 2 stelpur hérna sem rrrrrrústa klúbbunum í hvert sinn sem þær mæta cuz they're just so damn fierce. Það er algjör umbreyting búin að vera að ske þegar þú horfir á stelpur dansa, og mjög marga stráka - þetta er að hafa gríðarleg áhrif. En menn eins og Archie Burnett, Willie Ninja og restin af ninja krúinu hafa alltaf rúlað í underground dans senunni hér í new york. Nú er þetta meira komið á yfirborðið, Beyoncé notar þetta - og það vita allir hvað skeður þegar Beyoncé gerir eitthvað.... nááákvæmlega.

Vermont gengið kom hérna í smá heimsókn, það var rosa gaman að fá þau. Quality tími sem við stelpurnar eyddum í búðarrápi, það eru góðar myndir af þeim á leiðinni í myndaalbúmið. hehehe. Við fórum út að borða, sumir fóru í dýragarðinn og röltum héðan og upp í central park. Það var voða gaman.

En ég er að fara í einkatíma til Brian Green á eftir, hlakka mikið til að kynnast honum - hann er frábær dansari, einn af þeim þekktustu hér og annars staðar. Hann heldur the House dance conference á hverju ári þar sem áherslan er á því að breiða út sanna meiningu hiphop dansstílanna. Stúdíódansarar eru nefnilega að fara mjög illa með stílinn... svo ég segi ekki meir. Þetta árlega show og mánaðarlega partý heldur uppi gömlu partý dönsunum og félagslífinu í kringum hiphop dansinn eins og hefur alltaf verið uppspretta stílsins. Thats where it all comes from - social gatherings, fólk að skemmta sér og dansa. Er búin að hlaða upp einkatímum alveg síðan á föstudaginn síðasta, and guess what... ég er að fara á workshop og í einkatíma til MR. WIGGLES... YEAAAAAASSSSSS. Hann er geimvera.

Damn hvað ég er að verða þreytt. Ég skal bulla meira í næsta pósti, nú er allt farið að rúlla á nýjan leik og mikið að ske. New York er yndisleg. Ég er yfir mig ástfangin af þessum stað.

Sakna ykkar,
Brynja.